Íþróttabandalag Akraness
Minnka letur
Stækka letur

Lífið er samspil árangurs og mistaka, þú þarfnast hvors tveggja.

Vefir aðildarfélaga
3. janúar 2012
Kraftlyftingafélag Akraness hefur valið Einar Örn Guðnason sem kraftlyftingamann Akraness 2011. Einar Örn hefur keppt á fjórum mótum á árinu: Íslandsmeistaramótinu í bekkpressu, íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum, bikarmóti í kraftlyftingum og evrópumeistaramóti unglinga í kraftlyftingum sem fram fór í Northumberland á Englandi. Á árinu hefur Einar sett 17 íslandsmet í bæði unglinga- og opnum flokk karla bæði í 93 kg og 105 kg flokk. Eftir árið standa 10 þessara meta óhreyfð. Á íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fór um miðjan mars varð Einar íslandsmeistari í 93 kg flokk auk...
29. nóvember 2011
Bikarmót Kraftlyftingasambands Íslands (KRAFT) var haldið í íþróttahöllinni á Akureyri síðastliðinn laugardag. Einar Örn Guðnason úr Kraftlyftingafélagi Akraness setti tvö íslandsmet, annars vegar í hnébeygju þar sem að hann setti íslandsmet unglinga þegar hann lyfti 280 kg og hins vegar í bekkpressu þar sem að hann tvíbætti íslandsmetið í unglingaflokk þegar hann lyfti fyrst 207,5 og svo 215 kg. Seinni lyftan var einnig íslandsmet í opnum flokk. Einar lenti í öðru sæti í sínum flokk (-105 kg) eftir æsispennandi baráttu við Viktor Samúelsson (KFA) þar sem að úrslitin voru ekki vís fyrr en í...
21. nóvember 2011
Kraftlyftingafélag Akraness hefur loksins eignast sitt eigið merki en félagið hefur verið starfandi merkislaust í 2 ár. Merkið vísar í senn til eins helsta kennileitis bæjarins, þ.e. styttuna af sjómanninum á torginu, og kraftlyftingaíþróttarinnar. Merkið teiknaði Jökull Freyr Svavarsson.
9. júní 2011
Einar Örn Guðnason, meðlimur í Kraftlyftingafélagi Akraness, mun á morgun (föstudag) klukkan 13:00 keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramóti unglinga í bænum Pilsen í Tékklandi. Í gær kepptu þeir Júlían J.K. Jóhannsson (Breiðablik) og Viktor Samúelsson (KFA) í drengjaflokki og hlutu þeir báðir silfurverðlaun. Einar Örn hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið og bætt sig mikið í öllum greinum. Á Íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fór í mars tók Einar Örn seríuna 235-190-250 sem skilaði samanlögðum árangri upp á 675 kg. Það verður spennandi að sjá hvernig Einari gengur á...
6. júní 2011
Kraftlyftingafélag Akraness mun standa fyrir BEKKPRESSUGRILLI á þjóðhátíðardaginn 17. júní í skógræktinni á Akanesi. Komdu og fáðu þér pulsu og kók! Þeir karlar sem lyfta 100 kg í bekkpressu og konur sem lyfta 50 kg fá fría pulsu og kók! Fyrir þá sem vilja styrkja gott málefni og efla aðstöðu til kraftlyftinga á Akranesi býðst að skrá sig í félagið á staðnum. Árgjaldið er aumar 2.500 krónur. Facebook viðburður
17. apríl 2011
Aðalfundur Kraftlyftingafélags Akraness (KRAK) var haldinn í dag þar sem að m.a. var kjörin ný stjórn. Eftirfarandi mynda nú stjórn KRAK: Formaður: Kári Rafn Karlsson Gjaldkeri: Arnar Helgason Ritari: Lára Bogey Finnbogadóttir Meðstjórnendur: Hermann Hermannsson og Heimir Björgvinsson Varamenn: Unnar Valgarð Jónsson og Árni Freyr Stefánsson
3. apríl 2011
Aðalfundur Kraftylftingafélags Akraness verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum sunnudaginn 17. apríl klukkan 16:00. Kosin verður ný stjórn og farið verður í gegn um almenn aðalfundarstörf. Ársskýrslu félagsins má nálgast hér
1. febrúar 2011
Einar Örn gerir sig kláran og Árni Freyr til aðstoðar Íslandsmeistaramótið í bekkpressu fór fram á Akranesi á laugardaginn sl. að viðstöddu fjölmenni. Kraftlyftingafélag Akraness átti veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd mótsins. Umgjörð þess var alveg til fyrirmyndar og á félagið heiður skilið fyrir vel framkvæmt mót þar sem búið var að vanda til verka í smáatriðum. Margar vinnufúsar hendur létu hlutina ganga hratt og vel fyrir sig. Íslandsmeistari kvenna varð María Guðsteinsdóttir, Ármanni, en í karlaflokki sigarði Fannar Dagbjartsson, líka Ármanni.María lyfti 95,0 kg í -72,0 kg fl...