Íþróttabandalag Akraness
Minnka letur
Stækka letur

Hlýleg orð geta skipt sköpum í lífi annarra.

Vefir aðildarfélaga
12. febrúar 2011 21:48

ÍA er besta liðið á Vesturlandi (í 2. deild a.m.k.)

Skagamenn sýndu í dag að sigur í fyrri leik liðsins gegn Víkingi Ólafsvík var engin tilviljun og sönnuðu um leið að ÍA er besta 2. deildar liðið á Vesturlandi.

Það leit þó út fyrir að róðurinn yrði þungur því 3 byrjunarliðsmenn vantaði í liðið.  Ómar Helgason og Dagur Þórisson voru enn frá vegna meiðsla og Trausti Jónsson komst ekki vegna vinnu.  Það leit út fyrir í upphafi leiks að fjarvera þessara leikmanna truflaði Skagamenn því fyrri hálfleikurinn var langt frá því að vera sannfærandi.  Vörnin var slök og Víkingar náðu flestum þeim fráköstum sem þeir kærðu sig um.  Þó náðu Víkingar ekki að byggja upp forskot heldur var jafnt bæði eftir 1. leikhluta (18-18) og í hálfleik (43-43).

Jóhannes þjálfari kom þeim boðum skýrt til skila í heitri hárþurrkuræðu í hálfleik að menn þyrftu að rífa sig upp og ákvað í leiðinni að prófa að spila svæðisvörn í síðari hálfleik.  Það bragð skilaði gríðarlegum árangri, þar sem Víkingar fundu engin svör við líflegri vörninni og skoruðu m.a. enga körfu í opnum leik fyrr en 8 og hálf mínúta var liðin af 3. fjórðungi.  Á meðan skoraði Áskell Jónsson m.a. 15 stig og í raun má segja að Skagamenn hafi klárað leikinn í leikhlutanum.  Staðan fyrir lokafjórðunginn 50-66 gestunum í vil.

Fjórði leikhlutinn náði aldrei að vera sérstaklega spennandi þar sem munurinn hélst nánast óbreyttur og hvorugt liðið skoraði mikið.  Lokatölur 64-81.

Leiðindaatvik átti sér stað undir lok leiks þegar Áskell Jónsson reyndi erfitt gegnumbrot í stað þess að gefa á Örn Arnarson sem var galopinn fyrir utan 3ja stiga línuna, en þeir sem fylgst hafa með ÍA í vetur vita að þegar því verður við komið skorar Örn síðustu körfu Skagamanna.  Þeir Örn hafa þó leyst málin í mesta bróðerni og Áskell heitið því að þetta komi ekki fyrir aftur.

 

Nú eiga Skagamenn eftir 2 leiki í A-riðli, gegn KKF. Þóri á heimavelli og útileik gegn ÍG sem verður líklega hreinn úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum.

 

Stigaskor:

Áskell Jónsson                 34 stig

Sigurður R. Sigurðsson     13 stig

Guðjón Guðmundsson        9 stig

Birkir Guðjónsson              8 stig

Oddur Óskarsson               7 stig

Örn Arnarson                    5 stig

Magnús Gylfason               2 stig

Hallgrímur Stefánsson        2 stig

Jóhannes Helgason            1 stig

 

Vítanýting:  13/20 = 65%

 

Góða skemmtun í kvöld, drengir!!

 

 

Senda á Facebook
Fyrirgefðu
- 12.2.2011 22:02:43 Mér þykir mjög fyrir þessu, þetta gerist ekki aftur, mér þykir mjög vænt um þig öddi minn
Áskell
Allt í góðu
Skeli minn, vertu ekkert að velta þér upp úr þessu. Það gera allir mistök endrum og sinnum, sjaldan svona stór mistök, en mistök samt. Það koma lokasekúndur eftir þessar...
Öddi
viðbót
- 13.2.2011 10:49:22 og auðvitað þykir mér líka vænt um þig, Áskell minn
Öddi