Íþróttabandalag Akraness
Minnka letur
Stækka letur

Maður þarf að leggja sig allan fram til að verða sigurvegari.

Vefir aðildarfélaga

Innritunar- og kynningardagur 2012

Innritunar og kynningardagur íþrótta- og tómstunda- félaga á Akranesi verður þriðjudaginn 28. ágúst, frá kl. 17:30:-19:00 í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum (Sal ).  Þá kynna slík félög starfsemi sína fyrir bæjarbúum.   

 

Iðkendavefur ÍA

Bendum sérstaklega hér á Iðkendavef ÍA. Markmið hans er að gera aðgengilegar ýmsar hagnýtar upplýsingar er tengjast íþróttaiðkun hjá ÍA eins og td. Tryggingamál í íþróttum, Siðareglur ÍA, Fræðslubæklinga ofl. 

 

Á heimasíðum einstakra aðildarfélaga ÍA er að finna nánari upplýsingar um það íþróttastarf sem fram fer innan félagsins. Þar eru líka upplýsingr um einstaka flokka, þjálfara, æfingagjöld ofl. Ef þig eða barnið þitt langar að byrja að æfa íþróttir hjá ÍA er aðeins að finna út hvenær æfingarnar eru td. með því að skoða æfingatöflurnar. Mæta á svæðið og setja sig í samband við þjálfara viðkomandi flokks. Almennt fá allir að prófa að æfa frítt í viku að minnsta kosti og taka svo ákvörðun í kjölfar þess. Hlökkum til að sjá þig :)

 

Æfingatöflur:

Félögin eru í óða önn að setja upp sínar æfingatöflur og munu birta þær á sínum heimasíðum. Einnig er hægt að skoða æfingatöflur íþróttamannvirkjanna hér á ÍA vefnum og vonum við að þær verðu að mestu tilbúnar fyrir föstudaginn 24. ágúst.

 

Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda (Nóri)

ÍA hefur tekið í notkun félagakerfið Nóra og kemur það til með að halda utan um iðkendaskráningu og greiðslu æfingagjalda. Skráning iðkenda ásamt greiðslu og dreifingu æfingagjalda mun nú fara fram á internetinu í gegnum Nóra og hægt er að afla sér nánari upplýsingar um hann hér á Iðkendavef ÍA. Einnig er hægt að afla sér nánari upplýsinga á Innritunardeginum sjálfum.

 

Hvernig nýtist andvirði tómstundaframlagsins hjá foreldrum sem vilja nota það vegna þátttöku í starfi ÍA?

Þeir sem ganga frá greiðslum við viðkomandi aðildarfélag ÍA í gegnum Nóra geta skráð nauðsynlegar upplýsingar fyrir greiðslu á tómstundaframlagi frá Akraneskaupstað. ÍA mun síðan skila þeim til Akraneskaupstaðar þar sem koma fram eftirfarandi upplýsingar: Nafn og kennitala foreldris/forráðamanns, bankaupplýsingar, upphæð sem ráðstafa á, nafn og kennitala viðkomandi barns. Akraneskaupstaður mun síðan endurgreiða foreldrum/forráðamönnum samkvæmt þeim upplýsingum. Þeir sem ganga frá greiðslu með millifærslu eða greiðsluseðli þurfa sjálfir að koma kvittun fyrir fyrir greiðslunni til Akraneskaupstaðar ásamt nauðsynlegum upplýsingum. ATH: Nýta verður upphæðina fyrir 15. desember

 

Upplýsingar frá félögunum:

Bendum á heimasíður aðildarfélaga ÍA varðandi frekari upplýsingar um starfsemi þeirra.

 

Félagsmiðstöðin Arnadalur (Þorpið): Heimasíða

Björgunarfélag Akraness: Heimasíða

Skátafélag Akraness: Heimasíða

Æskulýðsstarf KFUM & K og Akraneskirkju: Heimasíða