Íþróttabandalag Akraness
Minnka letur
Stækka letur

 Allir hafa eitthvað til að bera; þú þarft bara að uppgötva það.

Vefir aðildarfélaga
22. nóvember 2014
Opið verður inn á sumarflatir og teiga á seinni níu holum Garðavallar sunnudaginn 23.nóvember 2014 þar sem veðurspá og gott veðurfar undanfarna daga gefur tilefni til. Kylfingar eru vinsamlega beðnir að sýna tillitsemi og laga boltaför á flötum og kylfuför á brautum. Vetrarreglur eru í gildi þar sem sandgryfjur eru ekki í leik og færslur eru leyfðar á flötum og brautum eins og aðstæður krefjas...
15. nóvember 2014
Haustmótaröð 2014 í boði Bílvers og Grastec lauk laugardaginn 15. nóvember og var spilað í sól og blíðu. Þátttaka var góð alla mótsdagana en spiluð voru 6 mót og tóku 164 kylfingar þátt. Úrslit urðu eftirfarandi: 1. Sæti Guðjón Pétur Pétursson 2. Sæti Guðjón Viðar Guðjónsson 3. Sæti Þröstur Vilhjálmsson 4. Sæti Valdimar Geirsson 5. Sæti Reynir Sigurbjörnsson Nándarverðlaun: 14.hola Brynja...
14. nóvember 2014
-heimamenn sterkari í seinnihálfleik ÍA heimsótti Hamarsmenn í Hveragerði í gærkvöldi. Leikurinn var nokkuð sérstakur fyrir þær sakir að Bjögvin, annar dómari leiksins, meiddist um miðbik annars leikhluta og því þurfti að gera hlé á leiknum. Þegar búið að að skoða ástand hans var ljóst að hann var ekki að fara að taka frekari þátt í leiknum og því þurfti að kalla til annan dómara. Á meðan be...
13. nóvember 2014
Níu sundmenn frá Sundfélagi Akraness taka þátt í ÍM 25 í ár. Mótið nær yfir þrjá daga og hefst föstudaginn 14. nóvember og lýkur sunnudaginn 16. nóvember en á morgnana er keppt í undanrásum og til úrslita seinni partinn alla dagana. Nánari upplýsingar um sundmennina eru hér Bein útsending: www.sporttv.is Bein úrslit á netinu: http://sh.lausn.is/mot/2014/IM25/index.htm Heimasíða SSÍ h...
11. nóvember 2014
Sunnudaginn 16. nóvember hefst nýtt 6 vikna Minitonnámskeið. Miniton er ætlað börnum 4-8 ára og taka foreldrar þátt á æfingunum. Á námskeiðinu eru kennd grunnatriðin í badminton í gegnum þrautir og leiki. Þjálfari á námskeiðinu er Helgi Magnússon. Skráning fer fram í skráningakerfinu Nóra á ia.is og kostar námskeiðið 3000 kr. Skemmtilegt námskeið fyrir börn og foreldra.
10. nóvember 2014
Um síðustu helgi tóku 45 sundmenn frá Sundfélagi Akraness þátt í Lionsmóti Skallagríms í Borgarnesi. Krakkarnir voru vel stemmdir og mikið fjör var á bakkanum. Þetta er öflugur hópur framtíðar sundmanna sem allir stóðu sig frábærlega. Næsta mót hjá þessum hóp er Landsbankamótið í Bjarnalaug, föstudaginn 21. nóvember. Myndir eru komnar á myndasíðu.
10. nóvember 2014
Þriðjudaginn 25. nóvember verður uppskeruhátíð fyrir sundmenn og fjölskyldur þeirra í Grundaskóla og hefst hátíðin hefst kl. 18:30. Boðið verður upp á léttan kvöldverð auk þess sem sundmenn fá viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu. Sundhóparnir eru hvattir til að stíga á stokk með skemmtiatriði en heimatilbúin atriði setja alltaf skemmtilegan svip á þessa skemmtun okkar.
8. nóvember 2014
Ákveðið hefur verið að allir sundmenn Sundfélags Akraness, ungir sem aldnir, fái nýjan bol sundfélagsins afhentan, eftir að æfingagjöld hafi verið greidd. Með þessu vonast stjórn félagsins tað allir sundmenn verði vel merktir á mótum og öðrum viðburðum á vegum félagsins, allir gulir og glaðir. Jafnframt eiga foreldrar og dyggir stuðningsmenn sundfélagsins kost á að kaupa þennan veglega bol á kr....
6. nóvember 2014
-10 stiga sigur gegn sterkum Völsurum Skagamenn tóku í kvöld á móti Valsmönnum frá Hlíðarenda í býflugnabúinu á Vesturgötunni. Vesturgatan er greinilega að virka fyrir leikmenn liðsins sem hafa ekki tapað leik þar þetta tímabilið en ekki er hægt að tala um býflugnabúið öðruvísi en að hrósa stuðningsmönnum fyrir frábæra mætingu og vaxandi stemmningu leik frá leik. En aftur að leiki kvöldsins...