Íþróttabandalag Akraness
Minnka letur
Stækka letur

Lífið er samspil árangurs og mistaka, þú þarfnast hvors tveggja.

Vefir aðildarfélaga
23. október 2014
Úrslit í happdrætti Kára 2014. Dregið var í dag hjá sýslumanninum á Akranesi. Niðurstöður voru eftirfarandi: 1. 487 2. 895 3. 900 4. 686 5. 15 6. 1050 7. 310 8. 409 9. 155 10. 315 11. 468 12. 711 13. 964 14. 1113 15. 146 16. 351 17. 650 18. 727 19. 1025 20. 98 21. 410 22. 1150 23. 732 24. 123 25. 271 26. 1140 27. 467 28. 43 29. 536 30. 1013 31. 705 32. 1131 33....
20. október 2014
-sigur í fyrsta heimaleiknum Það var stór dagur í sögu Körfuknattleiksfélags ÍA sunnudaginn 19. október 2014. Fyrsti heimaleikurinn í Íþrótthúsinu við Vesturgötu í mörg ár er orðin staðreynd. Eftir nokkurra ára vinnu, þar sem margir þurftu að koma að málum hefur náðst samkomulag um að við fáum að spila heimaleiki okkar í vetur á Vesturgötunni. Viljum við koma til skila þakklæti til allra se...
20. október 2014
Dreyrafélagar! Á miðvikudaginn næsta 22. október ætlar Íslandsmeistarinn í járningum, Gunnar Halldórsson í samstarfi við hestamannafélagið Grana að halda sýnikennslu í heitjárningum á Mið-fossum í Borgarfirði. Gunnar ætlar að leyfa áhorfendum að líta aðeins inní heim heitjárninga. Þetta er kjörið tækifæri fyrir hinn almenna hestamann til að öðlast meiri skilning á bæði heitjárnin...
15. október 2014
Undanfarið hefur næturfrost gert vart við sig og því mikilvægt að minna félagsmenn og kylfinga á að taka tillit til þess. Nú þegar haustar má búast við næturfrosti og jafnvel sólarhringsfrosti. Þegar svo er þá verður öllum púttflötum lokað á Garðavelli og eingöngu leikið inn á vetrarflatir á brautum 10 til 18 og fyrri níu lokaðar allri umferð. Kylfingar eru vinsamlega beðnir að virða þessa s...
13. október 2014
Vetrarfrí fyrir eftirfarandi hópa: Vala 2008, Hrafnhildur 2007, Elisabet 2005-2006, verður frá 16. til 20. október. Haustfundurinn verður haldin 20. október kl. 20:00 í Jarðarbakka, það er mikilvægt að sem flestir mæti. 3.október var skrifuð grein í "Skessuhorn" um að FIMA hafi hækkað æfingargjöldin um 14% frá því síðast. Þetta er ekki satt, enda hefur FIMA ekki hækkað æfingargjöldin sí...
13. október 2014
Það verður frí hjá karateskólanum fimmtudaginn 16.okt, og sömuleiðis hjá framhaldshópi barna föstudaginn 17.okt vegna skólafrís.
8. október 2014
Vegna umræðu um loftmengun vegna gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni og áhrif þess á heilsufar þá eru eftirfarandi tenglar sem hægt er að leita nánari upplýsinga. Það er svo hvers iðkanda eða foreldris að ákveða hvort skynsamlegt sé að stunda íþróttir úti eða inni við þær aðstæður sem eru hverju sinni. Gott er að hafa í huga að flestar æfingar ÍA eru nú innanhúss, ekki verða feldar niður neinar...
6. október 2014
Golfskálanum hefur verið lokað frá og með 1. október 2014. Golfvöllurinn verður opinn áfram meðan veðurfar leyfir og mun tilkynning verða send út síðar þegar og ef vellinum verður lokað í vetur. Vinsamleg tilmæli vallarstjóra er að gæta að umgengni nú þegar haustið er skollið á og tíðarfarið fjölbreytilegt. Skrifstofa GL verður lokuð frá og með 7. október til og með 20. október vegna sumarleyfi...
6. október 2014
Haustmótaröð 2014 hefst n.k. laugardag þann 11. október fyrir félagsmenn GL þar sem spiluð verður 9 holu punktakeppni með forgjöf. Hámarksforgjöf karla 24 og 28 hjá konum. Leikið verður á laugardögum og ræst út kl. 10:00 (fer eftir birtuskilyrðum) á öllum teigum. Til vara leikið á sunnudögum ef veðurspá gefur tilefni til. Staðarreglur hvers tíma gilda. Karlar leika af gulum teigum og konur af ...
5. október 2014
Nú þegar sumarið er á enda og haustið tekið við er ágætt að rifja upp mikilvæg atriði sem snúa að umgengni á Garðavelli. Kylfingar eru vinsamlega beðnir um að laga boltaför á flötum (grínum) og einnig kylfuför sem oft vilja verða til þegar spilað er svo sem á brautum og öðrum svæðum vallarins. Einnig eru kylfingar beðnir að sína aðgát við notkun golfbíla og golfhjóla en völlurinn er mjög blautur...