Íþróttabandalag Akraness
Minnka letur
Stækka letur

Hlýleg orð geta skipt sköpum í lífi annarra.

Vefir aðildarfélaga
27. maí 2015
Meistaraflokkur kvenna mætir Augnabliki í fyrstu umferð 1. deildar kvenna á Norðurálsvellinum í kvöld en leikurinn hefst kl. 20:00. Mikill hugur er í stelpunum eftir langt og strangt æfingatímabil en þær stóðu sig vel í nýafstöðnum Lengjubikar þar sem þær unnu meðal annars Val og Aftureldingu.
27. maí 2015
Stóra opna skemmumótið verður haldið n.k. laugardag 30.maí. Mótið er að venju í boði Verkalýðsfélags Akraness. Keppnisfyrirkomulag er 18 holu punktakeppni með forgjöf þar sem keppt er í tveimur flokkum: 0-9 og 9,1-24/28. Hámarks forgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin báðum flokkum: 1. sæti í hvorum flokki kr. 30.000,- gjafabréf 2. sæti í hvorum ...
25. maí 2015
BOSS Open Hvítasunnumót í boði Guðmundar B. Hannah fór fram mánudaginn 25. maí á Garðavelli. Úrslit voru eftirfarandi 1.sæti: Pétur Sigurðsson GL, 39 punktar 2.sæti: Sævar Dór Halldórsson GR, 37 punktar (betri á seinni níu) 3.sæti: Dean Edward Martin GL, 37 punktar (betri á seinni níu) Besta skor án forgjafar Hákon Harðarson GR, 76 högg Nándarverðlaun á par 3 holum 3.braut: St...
23. maí 2015
Golfklúbburinn Leynir (GL) býður alla nýliða velkomna í golfklúbbinn og væntir þess að þeir verðir virkir félagar og taki fullan þátt í starfinu sem GL hefur upp á að bjóða. Skilgreining á nýliða hjá hjá GL er að hann sé 19 ára og eldri sem hafi ekki áður verið félagsmaður í GL eða ekki greitt árgjöld undanfarin 5 ár (2014, 2013, 2012, 2011, 2010). Starfið hjá Golfklúbbnum Leyni er fjölbreytt...
22. maí 2015
BOSS Open mótið verður haldið á annan í hvítasunnu á Garðavelli. Mótið er í boði úra- og skartgripaverslunar Guðmundar B. Hannah. Keppnisfyrirkomulag er 18 holu punktakeppni með forgjöf og besta skor án forgjafar. Skráning á golf.is
22. maí 2015
Afhending félagsskírteina og pokamerkja er hafinn og geta félagsmenn sem greiddu fyrir 21.maí 2015 nálgast þau í golfskálanum á Garðavelli. Opnunartími golfskálans er alla virka daga frá kl. 8:00 – 22:00 og um helgar frá kl. 8:00 – 18:00. Þeir félagsmenn sem ekki hafa gert skil á gjöldum vegna komandi sumars eru hvattir til að gera skil hið fyrsta og í framhaldi koma við og sækja sín félagss...
22. maí 2015
Félagsmenn GL hafa í sumar um nokkra vinavelli að velja eins og sjá má hér eftirfarandi: Félagsmenn GL geta spilað eftirtalda velli gegn greiðslu og framvísun félagsskírteinis: Golfklúbburinn Kjölur (GKJ) - 2000 kr. Golfklúbbur Borgarnes (GB) - 1500 kr. Golfklúbbur Hellu (GHR) – 2500 kr. Gagnkvæmur samningur er við eftirfarandi golfklúbba um afslátt vallargjalds gegn framvísun félagsskí...
22. maí 2015
Góð þátttaka var í fyrsta golfmóti sumarsins þar sem vanar golfkonur GL spiluðu Texas Scramble með óvönum. Sigurvegarar urðu eftirfarandi: 1. sæti Ingibjörg Stefánsdóttir og Steindóra Steinsdóttir 2. sæti Þóranna Halldórsdóttir og Guðrún Hróðmarsdóttir 3. sæti Jensína Valdimarsdóttir og Eydís Líndal Finnbogadóttir Kvennanefnd þakkar öllum fyrir þátttökuna og hvetur konur til að fjölm...
22. maí 2015
Árlegt golfreglukvöld GL var haldið mánudaginn 18. maí s.l. á Garðavelli. Fjöldi félagsmanna mætti og hlustaði á Hörð Geirsson fara yfir golfreglurnar. Hörður fór svo út með kylfinga og sýndi þeim aðstæður ýmiskonar sem geta komið upp á vellinum. Takk fyrir komuna félagsmenn.
21. maí 2015
Sundfélag Akraness auglýsir eftir sundþjálfara fyrir tvo af yngri hópum félagsins fyrir n.k. vetur, C – hóp og Höfrunga. Krakkarnir eru á aldrinum 9 – 12 ára. Við leitum eftir faglegum einstakling sem er tilbúinn að vinna með okkur í uppbyggilegu starfi á Akranesi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í september 2015. Starfið felst í almennri þjálfun, ásamt því að sækja sundmót með hópunum. Reyn...