Íþróttabandalag Akraness
Minnka letur
Stækka letur

Í raun er hamingjan ekkert nema hugarástand. 

Vefir aðildarfélaga
19. desember 2014
Gamlárshlaup Skagamanna verður hlaupið á gamlársdag kl:13:00 frá Akratorgi. Upphitun kl: 12:45. Vegalengdir 2 og 5 km. Skráning í Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum á opnunartíma á milli jóla og nýárs og á staðnum frá kl. 12:00. Skráningargjald kr. 1.000 Frítt fyrir 14 ára og yngri. Skráninganúmer gildir sem happadrættismiði. Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt í hlaupinu.
14. desember 2014
Núna er karateskólinn kominn í jólafrí svo að það verður ekki æfing fyrr en 8. jan. Framhaldshóparnir fara svo í frí 19.des og byrja aftur 7. jan.
9. desember 2014
Golffæfingar fyrir börn og unglinga verða núna laugardaga og fimmtudaga sem hér segir til jóla. Við ætlum að hittast og vera með golfæfingarnar í vélaskemmunni sem er beint upp af æfingasvæðinu Teigum á Garðavelli. Laugardagur 6. desember, 13. desember og 20. desember Stelpur kl. 15 - 16 Strákar 2005 - 2008 kl. 16 - 17 1996 - 2004 og afrekshópur kl. 17 - 18 Fimmtudagur 11. desember...
5. desember 2014
Athygli er vakin á því að þeir sem eiga tilkall til tómstundaframlags vegna ársins 2014 þurfa að koma nauðsynlegum gögnum á framfæri við Akraneskaupstað í síðasta lagi 15. desember. Þetta á jafnt við foreldra/forráðamenn sem hafa greitt gjald vegna tómstundastarfs af ýmsu tagi og félög sem hafa tekið að sér að innheimta hluta af þátttökugjaldi hjá Akraneskaupstað.
5. desember 2014
Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis var haldinn í golfskála klúbbsins þriðjudaginn 2. desember síðastliðinn. Formaður fór yfir skýrslu stjórnar, framkvæmdastjóri fór yfir starf klúbbsins, gjaldkeri fór yfir reikninga klúbbsins og framkvæmdastjóri kynnti rekstraráætlun ársins 2015. Rekstur GL gekk vel rekstrarárið 2014 og var velta GL 72.5 mkr. samanborið við tæpar 67 mkr. árið 2013 og jókst velta um...
1. desember 2014
Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis er boðaður Þriðjudaginn 2.desember 2014 kl. 19:30 í golfskála félagsins. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 8.gr. laga Golfklúbbsins Leynis. Stjórn Golfklúbbsins Leynis.
1. desember 2014
Á laugardag héldu 15 keppendur frá SA til Reykjavíkur til að taka þátt í Unglingamóti Fjölnis í Laugardalslaug. Brynhildur Traustadóttir sigraði 100m skriðsund og varð í 3. sæti í 100m bringusundi. Þessi tóku smá sprell: Leonardo, Sindri, Eyrún og Brynhildur. Aðrir sundmenn stóðu sig einnig mjög vel. 10 ára krakkarnir okkar voru margir að taka þátt í 200m greinum í fyrsta skiptið og syntu...
29. nóvember 2014
Útvarp Akranes er í loftinu um helgina á FM 95.0 og á netinu http://utvarp.sundfelag.com/hlusta Einnig hægt að fylgjast með á Facebook, https://www.facebook.com/utvarpakranes Dagskráin er hér
26. nóvember 2014
Í gærkvöldi fór fram uppskeruhátíð SA þar sem sundmenn ásamt fjölskyldum sínum og velunnurum félagsins komu saman í Grundaskóla og borðuðu saman. Mæting var mjög góð en um 200 manns voru saman komnir. Sundmaður Akraness var krýndur, veittar voru viðurkenningar fyrir stigahæstu sundin í hverjum aldursflokki og kyni en einnig voru veittar viðurkenningar fyrir góða ástundun og framfarir í íþróttin...
22. nóvember 2014
Opið verður inn á sumarflatir og teiga á seinni níu holum Garðavallar sunnudaginn 23.nóvember 2014 þar sem veðurspá og gott veðurfar undanfarna daga gefur tilefni til. Kylfingar eru vinsamlega beðnir að sýna tillitsemi og laga boltaför á flötum og kylfuför á brautum. Vetrarreglur eru í gildi þar sem sandgryfjur eru ekki í leik og færslur eru leyfðar á flötum og brautum eins og aðstæður krefjas...