Íþróttabandalag Akraness
Stofnað 1946 - 65 ára
Minnka letur
Stækka letur

Ný tækifæri fást ekki aðeins í upphafi nýs árs heldur blasa þau við okkur á hverjum morgni þegar við vöknum.

Vefir aðildarfélaga
16. apríl 2014
Helgina 10-13 apríl var á Akureyri haldið Íslandsmót í boccia samhliða Hængsmóti í einstaklings keppni 9 keppendur frá Þjóti tóku þátt, nokkrir komust í undanúrslit en lutu þar í gras fyrir mótherjum sínum. Sigurður Smári komst í úrslit og landaði þar öðru sæti í flokki BC 1-4. Í sveitakeppninni féll liðið okkar um deild.
16. apríl 2014
Sund. Helgina 5-6 apríl var Íslandsmót í sundi haldið í Laugardalslaug. 5 keppendur frá Þjóti, ekki var unnið til verðlauna að þessu sinni en sundmenn að bæta tíma sína og alveg við sitt besta. Þið stóðuð ykkur vel og voru félaginu til sóma.
16. apríl 2014
Á Sumardaginn fyrsta verður að venju farið í sumardaginn-fyrsta-reiðtúr. Að þessu sinni munu nokkrir félagar frá hestamannafélaginu Sörla koma með okkur í reiðtúrinn. Við leggjum af stað kl 13:30 frá Æðarodda og tökum stefnuna að Höfða þar sem heimilsfólki verður afhent sumarblómin að venju. Ekki er líklegt að það verði hægt að fara á Langasandinn þar sem fjara er snemma morguns. Að loknu...
15. apríl 2014
Stjórn félagsins hefur farið yfir hlutverkaskiptingu stjórna, sviða og starfsmanna félagsins. Þetta er gert til að skerpa á hvernig forystusveit félagsins skiptir með sér helstu verkefnum og ábyrgð. Skjalið þess efnis er lifandi og á að vera endurskoðað u.þ.b. tvisvar á ári eða eftir þörfum. Skjalið er vistað á heimasíðunni undir flipanum „Um KFÍA“ og má einnig sjá á meðfylgjandi link: http...
14. apríl 2014
Grindavík - ÍA 0-0 Það var mikið undir í lokaleik fyrsta riðils í Lengjubikarnum í Reykjaneshöllinni á laugardaginn þar sem Skagamenn mættu Grindavík. Fyrir leikinn voru bæði lið með 9 stig og með sigri gátu liðin tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum. Bæði lið spiluðu sterkan varnarleik í fyrri hálfleik og augljóst að hvorugt liðið vildi taka mikla sénsa. Það var meira fjör í seinni hálfleik þa...
12. apríl 2014
Nú er lokið tveimur keppnisdögum af þremur á ÍM 50 2014. Á fyrsta degi mótsins hafnaði Ágúst Júlíusson í 4. sæti í 50m skriðsundi aðeins 0,09 sek. frá 3. sæti og 0,06 sek. frá Akranesmeti. Sævar Berg Sigurðsson varð fimmti í 100 m bringusundi en hann bætti sinni besta tíma frá því í undanrásum í morgun um eina sekúndu. Samtals bætti Sævar sig um 2,8 sekúndur í þessari grein í dag. Patrekur Bj...
11. apríl 2014
70. Ársþing ÍA fór fram þann 10.apríl sl. þingið var nokkuð vel sótt og alls mættu 32 fulltrúar frá 16 aðildarfélögum ÍA. Auk þess voru á þinginu fjöldi boðsgeta frá Akraneskaupstað og þeim framboðum sem bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Í ræðu sinni fór Sturlaugur Sturlaugsson formaður ÍA yfir það helsta í starfi íþróttahreyfingarinnar á Akranesi á liðnu ári, minntist hann Ólafs Rafn...
11. apríl 2014
Vinnudagur á morgun laugardag á skotsvæðinu. Byrjum kl 10 11 og gott væri að þeir sem geta taki með sér malarhrífu, skóflu eða hjólbörur. Endilega láta Stebba vita ef þið komist 860-0066
11. apríl 2014
Þá er komið að hinu stórglæsilega konukvöldi í kvöld. Það er ástæða til að þakka öllu því frábæra fólki sem leggur fram vinnu sína við kvöldið og fyrirtækjum í bænum sem leggja hönd á plóg til að gera kvöldið sem glæsilegast, allt til styrktar stelpunum okkar. Góða skemmtun !
10. apríl 2014....
Viðtökurnar við æfingaskotunum sem við útveguðum á kostnaðarverði voru framar vonum. Öll 10.000 skotin seld