Íþróttabandalag Akraness
Minnka letur
Stækka letur

Geymdu góðu minningarnar en reyndu að gleyma þeim vondu.

Vefir aðildarfélaga
24. apríl 2015
Vinnudagur GL fimmtudaginn 23.apríl á sumardeginum fyrsta tókst vel og fjölmargir félagsmenn mættu í góðu veðri og létu hendur standa fram úr ermum. Unnið var við ýmis verkefni s.s. endurbætur stíga, tiltektir á velli og málningavinnu í golfskála. Takk fyrir aðstoðina !
22. apríl 2015
U-17 ára landslið karla gerði góða ferð á undirbúningsmót í Færeyjum þar sem þeir tryggðu sér sigur á mótinu, með tvo sigra og eitt jafntefli. Skagastrákarnir Guðfinnur Þór Leósson og Arnór Sigurðsson komu báðir við sögu í öllum leikjum liðsins og náðu sér þar með í mikilvæga reynslu sem mun áreiðanlega nýtast þeim vel bæði fyrir ÍA og framtíðarverkefni með landsliðinu.
21. apríl 2015
Vinnudagur verður á Garðavelli fimmtudaginn 23.apríl (sumardagurinn fyrsti) og er mæting við vélaskemmu. Á verkefnalista fyrir vinnudaginn er m.a. eftirfarandi: - Tiltekt á lausum trjágreinum víða um völlinn. - Vinna við stíga s.s. við 14.teig, 17.flöt og 18.teig. - Önnur tilfallandi verkefni. Félagsmenn eru hvattir til að koma með hjólbörur og garðverkfæri með sér s.s. hrífur, strákúst...
21. apríl 2015
Þar sem sumardagurinn fyrsti er næsta fimmtudag er engin æfing hjá karateskólanum.
18. apríl 2015
Vinnudagur GL laugardaginn 18.apríl tókst með prýði og fjölmenntu félagsmenn til að aðstoða. Unnið var við tiltekt á velli, endurbætur stíga og annað tilfallandi. Takk fyrir aðstoðina !
16. apríl 2015
Nú styttist í að þinn golfvöllur opni og laugardaginn 18.apríl n.k. verður vinnudagur á Garðavelli og er mæting við vélaskemmu. Á verkefnalista fyrir vinnudaginn er m.a. eftirfarandi: - Tiltekt á lausum trjágreinum víða um völlinn. - Sópa bílaplan. - Vinna við stíga við 1.teig, og að æfingaskýlinu Teigum. - Vinna við malarplan við golfskála. - Önnur tilfallandi verkefni. Félagsmenn er...
14. apríl 2015
Nokkur umræða hefur verið í sundhreyfingunni á Íslandi um notkun og þörf yngri sundmanna á sérhæfðum keppnisfötum, svokölluðum „fast skin“ sundfatnaði. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á síðasta aðalfundi félagsins: „Stjórn og þjálfarar Sundfélags Akraness hvetja sundmenn 13 ára og yngri til að keppa í hefðbundnum sundfatnaði þar sem „fast skin“ keppnisfatnaðurinn er afar dýr, hefur takma...
14. apríl 2015
Um síðustu helgi fór fram Íslandsmeistaramótið í 50m laug í sundi. Mótið var haldið í innilauginni í Laugardalslaug og tóku níu þátttakendur frá Sundfélagi Akraness þátt. Keppendur SA voru: Atli Vikar Ingimundarson, Ágúst Júlíusson, Brynhildur Traustadóttir, Droplaug María Hafliðadóttir, Eyrún Sigþórsdóttir, Patrekur Björgvinsson, Sólrún Sigþórsdóttir, Sævar Berg Sigurðsson og Una Lára Lárusdótt...
14. apríl 2015
Sundfélag Akraness býður uppá skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna í maí og júní. Á námskeiði 1 verður farið í grunnatriði skriðsundins, flot, öndun, líkamslegu, handatök og fótatök. Námskeið 2 er fyrir þá sem eru aðeins komnir af stað. Kennari: Hildur Karen Aðalsteinsdóttir Áhersla verður lögð á: · Flot og líkamslegu í vatninu · Öndun til hliðar · Samræmingu handa- og fót...
12. apríl 2015
Æfingar barna og unglinga verða í inniaðstöðu GL í dag sunnudag 12. apríl 2015. Strákar 2006-2008 kl. 11:00 – 11:50 Stelpur kl. 12:00 – 12:50 Strákar 2001-2005 kl. 13:00 – 13:50 Strákar 2000 og eldri kl. 14:00 – 14:50