Íþróttabandalag Akraness
Stofnað 1946 - 65 ára
Minnka letur
Stækka letur

Brosið er besta andlistlyftingin.

Vefir aðildarfélaga
19. september 2014
Laugardaginn 20. september fer fram síðasta umferðin í 1. deild karla en þá mæta Skagamenn liði KA-manna norðan heiða og hefst leikurinn kl. 14.00. Eins og flestum er kunnugt um þá hefur Skagaliðið nú þegar tryggt sæti sitt í deild þeirra bestu fyrir næsta tímabil en liðið á ennþá möguleika á að ná efsta sæti deildarinnar en þá verða þeir gulklæddu að vinna sinn leik fyrir norðan og treysta á að...
15. september 2014
Opna N1 mótið verður haldið á Garðavelli n.k. laugardag þann 20. september 2014. Glæsilegir vinningar í 3 flokkum: punktakeppni 0-11,4 og 11,5/24/28 og höggleik án forgjafar. Verðlaun fyrir sæti 1 – 5 í öllum flokkum, nándarmælingar á öllum par 3 holum og teiggjafir frá N1 meðan birgðir endast. Keppnisgjald er 4.500 kr. og fer skráning fram á www.golf.is Athuga: Veðurspáinn er góð og því...
14. september 2014
Golfskáli GL er lokaður í dag 14.september 2014 vegna veðurs en hvassviðri er á Garðavelli.
13. september 2014
Í haust valdi Sundsamband Íslands (SSÍ) 41 unga sundmenn, fædda á árunum 1999 – 2001 til að taka þátt í sérverkefnum fyrir SSÍ. Hópurinn hefur fengið nafnið Tokyo kynslóðin 2014 en sem kunnugt er verða sumarólympíuleikarnir haldnir í Japan 2020. Skilyrði fyrir að komast í hópinn var að sundmennirnir þurftu að hafa synt á á árinu sund sem gæfi frá 400 – 500 FINA sundstigum. Sundfélag Akraness á tvo...
13. september 2014
Núna sunnudaginn 14.sept hefjast körfuboltaæfingar í krílabolta fyrir 4 og 5 ára. Æfingarnar eru kl: 11:15 í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Þjálfarar eru reynsluboltar úr mfl., þeir Fannar Helgason, Ómar Helgason og Birkir Guðjónsson Frítt er að prófa út september og skráning er í Nóra kerfi ÍA. Nánari upplýsingar um vetrarstarfið er að finna á heimasíðu Körfuknattleiksfélagsins.
7. september 2014
ATH. breyttur æfingatími hjá öllum hópum á fimmtudögum. Vegna þjálfarmála var æfingatímum breytt hjá öllum hópum á fimmtudögum. Helgi Magnússon verður núna með æfingar hjá öllum hópum (nema trimm) á fimmtudögum. Æfingatímar á fimmtudögum verða eftirfarandi: 3. flokkur: 15:40-16:40 2. flokkur: 16:40-18:10 1. flokkur: 18:10-20:00 trimm: 20:00-21:00
7. september 2014
Laugardaginn 6. september var Akranesmeistaramótið haldið að Jaðarsbökkum. Akranesmeistarar í kvenna- og karlaflokki voru þau Sólrún Sigþórsdóttir og Atli Vikar Ingimundarson. Þau voru einnig með stigahæstu sundin á mótinu. Akranesmeistarar í telpna og drengjaflokki voru þau Brynhildur Traustadóttir og Sindri Andreas Bjarnason, í flokki meyja og sveina urðu Akranesmeistarar þau Ásgerður Jing La...
6. september 2014
Golfklúbburinn Leynir fékk afhenta nýja sláttuvél frá Jötunn Vélum s.l. fimmtudag. Nýja vélin er af gerðinni Toro Groundmaster 4300D og er ætluð til þess að slá karga eða „röff“ . Nýja vélin mun verða notuð samhliða eldri vél af gerðinni Toro Groundmaster 4100D í kargaslætti. Að sögn Guðmundar Sigvaldasonar framkvæmdastjóra GL er nýja vélin með drifi á öllum hjólum og mun henta vel í fjölbre...
6. september 2014
Þann 28. ágúst síðastliðinn fór Páll Halldór Sigvaldason félagi í GL holu í höggi á 8. holu Garðavallar. Páll var að vonum ánægður þegar hann tilkynnti framkvæmdastjóra GL um afrekið. Páll sló með 5 járni og sagði að boltinn hefði lent á flötinni c.a. 70 cm frá holu og farið síðan beint ofan í við mikla ánægðu allra viðstaddra. Sumarið 2013 gerðist það einnig að nokkrir kylfingar fóru holu í...
31. ágúst 2014
Opna Samhentir / Vörumerking golfmótið fór fram laugardaginn 30.ágúst 2014 á Garðavelli þar sem 63 kylfingar léku við góðar aðstæður. Úrslit urðu eftirfarandi: Punktakeppni með forgjöf 1.sæti: Daníel Örn Sigurðsson GB 40 punktar 2.sæti: Halldór Hallgrímsson GL, 39 punktar 3.sæti: Ómar Rögnvaldsson GL, 37 punktar (fleiri punktar á seinni níu) 4.sæti: Guðráður Gunnar Sigurðsson GL, 37 punktar ...