Íþróttabandalag Akraness
Minnka letur
Stækka letur

Allar kringumstæður hafa eitthvað gott í för með sér en það þarf að leita eftir því.

Vefir aðildarfélaga
5. febrúar 2016
Meistaraflokkarnir okkar eiga ekki leiki nú um helgina en það þýðir að sjálfsögðu ekki að hér ríki einhver ládeyða.
4. febrúar 2016
Golfæfingar falla niður í dag fimmtudaginn 4.febrúar vegna veðurs en spáð er vonskuveðri seinnipartinn og fram eftir kvöldi. Vinsamlega látið berast að æfingar falli niður.
4. febrúar 2016
Fjáröflunarnefnd barna og unglinga hjá Leyni er að fjárafla fyrir æfingaferð til Spánar vorið 2016 og verður nú haldið Bingó í Grundaskóla sunnudaginn 7. febrúar n.k. kl. 16:00. Spjaldið kostar 500 kr. - Kaffisala í hléi - Posi á staðnum
3. febrúar 2016
Íþróttabandalag Akraness er 70 ára í dag. Það var stofnað þann 3.febrúar árið 1946 af knattspyrnufélögunum KA og Kára. Fyrsti formaður þess var Þorgeir Ibsen. ÍA tók við af Íþróttaráði Akraness sem var stofnað af sömu félögum árið 1934. Árið 1946 var ár mikilla framfara í íþróttastarfsemi á Akranesi. Í lok þess árs var íþróttahúsið við Laugarbraut tekið í notkun, það breytti allri aðstöðu ...
1. febrúar 2016
Starfið hjá Badmintonfélagi Akraness fer vel af stað á 40 ára afmælisárinu. Félagið býður öllum börnum fæddum árið 2006 að koma og æfa badminton og fá allir nýir iðkendur spaða að gjöf. Nú þegar hafa nokkrir krakkar þekkst þetta boð og hafa byrjað að æfa badminton. Minitonnámskeiðið verður 10 vikna námskeið þessa vorönnina og hefst það sunnudaginn 7. febrúar. Kennt er í íþróttahúsinu við Vestur...
28. janúar 2016
Sjá frétt hér að neðan.
28. janúar 2016
Nú stendur til að panta haglaskot ( skeet ) á góðu verði eða 7000 kr. kartonið ( 10 x 25 skot ). Verðið er miðað við að greitt sé við pöntun. Um er að ræða Express 24 gr. nr.7. Þau sömu og við höfum keypt undanfarin tvö ár. Við fáum eitt bretti af skotum líkt og í fyrra en þá seldist upp strax. Senda pantanir fyrir 10 febrúar á jon.s.ola@internet.is. Fyrstir koma, fyrstir fá. Afhendingartími augl...
27. janúar 2016
Er ekki kominn tími á að þrífa bílinn ? Fjáröflunarnefnd barna og unglinga hjá Leyni er að fjárafla fyrir æfingaferð til Spánar vorið 2016 og verður í húsnæði Bílver við Innnesveg 1, laugardaginn 30. janúar n.k. Pantanir á leynirbon@gmail.com og í síma 854-2559.
25. janúar 2016
Golfklúbburinn Leynir óskar eftir starfsfólki sumarið 2016. Um er að ræða störf í veitingasölu og golfskála Leynis og einnig á skrifstofu Leynis. Ráðningartími er frá byrjun maí til loka ágúst 2016. Leitað er að einstaklingum sem búa yfir stundvísi, frumkvæði og hafa metnað til að ná árangri í starfi. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Sigvaldason í síma 896-2711 eða á leynir@leynir.is
25. janúar 2016
Að gefnu tilefni langar okkur að minna á að ef árgjöld 2016 eru greidd fyrir 1.febrúar er allt að 10% af völdum flokkum árgjalda. Árgjöldin 2016 eru eftirfarandi: - Fullt gjald 76.500 kr.* / 68.500 kr. með afslætti. - Makagjald 51.500 kr. / 46.500 kr. með afslætti. - 67 ára og eldri 51.500 kr. / 46.500 kr. með afslætti. - Námsmannagjald 51.500 kr. / 46.500 kr. með afslætti. - Börn og ungling...