Íþróttabandalag Akraness
Stofnað 1946 - 65 ára
Minnka letur
Stækka letur

Margt er hægt að fá fyrir peninga en hamingjan er ekki föl fyrir öll heimsins auðæfi.

Vefir aðildarfélaga
29. júlí 2014
Golfbílar eru leyfðir að nýju á Garðavelli eftir rúmlega viku hvíld. Völlurinn er að þorna upp eftir miklar rigningar undanfarið og biðjum við þá sem hyggjast nota golfbíla að sýna tillitsemi og keyra golfbíla í karganum (röff) frekar en á brautum og sneiða framhjá viðkvæmum svæðum.
29. júlí 2014
Það var sannkallaður toppslagur sem fór fram á Álftanesi miðvikudaginn 23.júlí, en þá áttust við topplið Kára gegn Álftanes sem hafa fylgt Káramönnum eins og skugginn í allt sumar. Káramenn á toppnum með 22 stig en Álftanes í öðru sæti með 17 stig og einn leik til góða. Staðan á leikmannahóp Káramann fyrir leikinn var engin draumastaða, en mikil meiðsli og fjarvera voru í röðum Káramanna og anna...
29. júlí 2014
Létt síðbúin umfjöllun Snæfell - Kári Káramenn mættu með lið sitt í Stykkishólm þann 16.júlí síðastliðinn. Fyrir leik voru Káramenn á toppnum með 19 stig á meðan Snæfell voru nálægt miðju með 8 stig. Káramenn sem hafa farið nokkuð létt með lið Snæfells undanfarin ár fóru inn í leikinn af fullum huga enda hefur Snæfell styrkst mikið undanfarið og mjög óvænt jafntefli þeirra gegn helsta keppinau...
29. júlí 2014
Létt síðbúin umfjöllun Lumman - Kári Káramenn mættu Lummunni í Kópavogi þann 9.júlí. Miðað við stöðu liðanna í deildinni var búist við nokkuð þægilegum sigri Káramanna, en Káramenn voru á toppnum með 16 stig á meðan Lumman sat við botninn með aðeins 3 stig. Lumman hafði þó náð hörkuleik gegn Hvíta Riddaranum nokkrum dögum fyrr og tapað naumlega 4-5, Káramenn mættu því tilbúnir í alvöru leik og...
24. júlí 2014
Sumarið er ekkimerkilegasti tíminn í íslenska körfuboltaheiminum. En Körfuknattleiksfélag ÍA undirritaði nú í kvöld samning við spilandi þjálfara fyrir komandi tímabil í 1. deildinni. Hinn 28 ára gamli Áskell Jónsson þreytti frumraun sína í þjálfun meistaraflokks á síðustu leiktíð þegar hann stjórnaði liðinu samhliða því að leika með því en Áskell hefur verið lykilmaður hjá ÍA undnafarin ár. Þa...
20. júlí 2014
Haraldarbikarinn fór fram helgina 19. júlí til 20. júlí og var leikinn höggleikur með og án forgjafar. Haraldarbikarinn er innanfélagsmót sem haldið hefur verið frá árinu 1968. 19 kylfingar spiluðu fyrri daginn og fengu rigningu meðan spilað var en síðan spiluðu 41 kylfingur seinni daginn í sól og blíðu. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Höggleikur með forgjöf 1.sæti: Alex Hinrik Haraldsso...
19. júlí 2014
Vegna vallaraðstæðna og mikillar úrkomu síðustu daga og vikur verða golfbílar bannaðir tímabundið frá og með deginum í dag 19.júlí. Um tímabundið bann er að ræða þannig að við bendum kylfingum á að fylgjast vel með á heimasíðu GL, www.leynir.is
16. júlí 2014
Laugardaginn 19. júlí og sunnudaginn 20. júlí n.k. verður Haraldarbikarinn 2014 haldinn. Spilaður verður 18 holu höggleikur með forgjöf þar sem kylfingar geta valið um hvorn daginn þeir spila. Skráning fer fram á www.golf.is og er ræst út frá kl. 8:00 – 10:00. Mótsgjald 3.500 kr.
16. júlí 2014
HB Granda mótaröðin 2014 hefst miðvikudaginn 16.júlí en um er að ræða innanfélagsmótaröð. Næstu sex miðvikudaga verður spilað í mótaröðinni og gilda þrjú bestu mótin inn í úrslitakeppni sem spiluð verður um miðjan ágúst n.k. Mótsgjald er 1000 kr. og skráning hverju sinni á www.golf.is Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt og fjölmenna því þarna gefst gott tækifæri til að halda við forgj...
14. júlí 2014
Meistaramót GL 2014 var haldið dagana 7. júlí til 12. júlí 2014 á Garðavelli og litla æfingavellinum. Börn og unglingar spiluðu 7. og 8. júlí og urðu úrslit eftirfarandi: Rauðir teigar – 2 x 9 holur Garðavöllur 1.Ægir Sölvi Egilsson 2.Jón Karl Kristján Traustason 3.Þorgeir Örn Bjarkason Grænir teigar – 2 x 9 holur Garðavöllur 1.Kári Kristvinsson 2.Ellert Lár Hannesson 3.Óskar Gís...