Íþróttabandalag Akraness
Minnka letur
Stækka letur

Það gerir öllum gott að geta hlegið að sjálfum sér annað veifið.

Vefir aðildarfélaga
25. febrúar 2015
Klifurfélag Akraness boðar til formlegs stofnfundar miðvikudaginn 25. febrúar klukkan 20.00 í litla fundarsal Íþróttabandalags Akraness á Jaðarsbökkum. Allir áhugasamir velkomnir.
24. febrúar 2015
Meistaramót GL 2015 verður haldið vikuna 6. júlí til 11. júlí. í sumar. Börnin hefja leik mánudaginn 6. júlí og ljúka leik 7. júlí með lokahófi og verðlaunaafhendingu í Golfskála. Unglingar, fullorðnir 19 ára og eldri, og eldri kylfingar 67 ára og eldri hefja leik 8. júlí og ljúka leik 11. júlí með lokahófi og verðlaunaafhendingu. Vinsamlega takið tímann frá og fjölmennum sem flest...
19. febrúar 2015
-102 – 91 sigur á Breiðablik Skagamenn og Breiðablik mættust í kvöld í frestuðum leik frá því í desember. Fyrir leikinn deildu ÍA og Valur 4. sætinu og Breiðablik kom á eftir þeim í 6. sæti. Það hafði áhrif á leik Breiðabliks að um frestaðan leik var að ræða þar sem reglur KKÍ eru mjög skýrar hvað varðar frestaða leiki og löglega leikmenn, en einungis þeir leikmenn sem eru skráðir í viðkomandi ...
19. febrúar 2015
Um helgina fór Sundfélag Akraness með 35 keppendur á Gullmót KR sem haldið er árlega í 50m braut í Laugardalslauginni í Reykjavík. Keppendur frá SA voru á aldrinum 10 til 20 ára og voru sumir að keppa á sínu fyrsta stórmóti en um 450 sundmenn frá 24 liðum tóku þátt. Sundmenn SA stóðu sig mjög vel og var mikið um bætingar. Það var nokkuð um að sundmenn næðu lágmörkum á Aldursflokkamótið sem fr...
18. febrúar 2015
-úrslitakeppnin í boði fyrir ÍA Byrjum á því að sjá mynd af stöðunni í deildinni: Svona lítur taflan út í dag. Til útskýringar fer efsta lið 1. deildar beint upp í úrvalsdeild, kennda við Dominos. Liðin í 2. – 5. sæti fara í úrslitakeppni þar sem liðið í 2. sæti mætir liðinu í 5. sæti og liðið í 3. sæti mætir liðinu í 4. sæti. Liðin sem ...
17. febrúar 2015
Dómaranefnd GSÍ hefur ákveðið tímasetningar héraðsdómaranámskeiðs á þessu vori. Í ár er námskeiðið haldið nokkru fyrr en verið hefur undanfarin ár og hentar það vonandi betur þeim sem stefna á golfferð til útlanda í kringum páskana. Námskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og er dagskrá þess eftirfarandi: Fyrirlestur 1, 2. mars kl. 19:00 – 22:00 Fyrirlestur 2, 4. mars kl. 19...
16. febrúar 2015
-og góð 2 stig heim Dagurinn var tekinn snemma í gær. Fyrir höndum var ferðalag til Akureyrar þar sem leikur Þórs og ÍA var á dagskrá í 1. deildinni í körfubolta. Þar sem við búum á Íslandi þar sem allra veðra er von var ákveðið að fara fyrr af stað en seinna, önnur ferðin okkar norður þetta tímabilið og við fengum svo sannarlega að kynnast kröftum veðurguðanna í fyrri ferðinni. Ferðin norð...
13. febrúar 2015
Golfklúbburinn Leynir hefur sett upp golfhermi í vélaskemmu sem er beint upp af æfingasvæðinu Teigum á Garðavelli. Golfhermirinn og inniaðstaðan mun verða opin út mars n.k. Hægt er að leika mikið af völdum golfvöllum um allan heim og má þar nefna Bay Hill (USA/Florida), The Belfry (Bretland), Firestone (USA), Gleneagles (Skotland) og ásamt mörgum öðrum spennandi golfvöllum víða um heim. ...
10. febrúar 2015
Íslandsmótið í Golfi fer fram á Garðavelli í sumar, dagana 23.júlí til 26.júlí frá fimmtudegi til sunnudags. Mótið er ár hvert það stærsta og umfangsmesta meðal kylfinga og nú langar okkur hjá Golfklúbbnum Leyni að biðja þig góði félagsmaður að aðstoða okkur eins og þú treystir þér til. Á heimasíðu Golfklúbbsins Leynis www.leynir.is fer fram skráning sjálfboðaliða og biðjum við þig að s...
9. febrúar 2015
-sigur karfan þegar lokaflautan gall ÍA fékk félaga sína úr KFÍ í heimsókn í Býflugnabúið á Vesturgötu í gær. Stutt var á milli leikja hjá báðum liðum en bæði lið léku einnig á föstudaginn. Leikurinn bar þess merki, sérstaklega hjá heimamönnum, í fyrri hálfleik en ÍA rétti úr kútnum í seinni hálfleik. KFÍ skoraði fyrstu körfuna en ÍA komst svo í 3-2. Eftir það var leikurinn í höndum gestann...